Orkumálinn 2024

Guðmundur Gíslason býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn

gudmundur_gislason_kalda_nov12_web.jpg
Guðmundur Gíslason, tvítugur nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, býður sig fram í 6. – 8. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningar í vor.
 
Guðmundur er uppalinn í Sólskógum á Fljótsdalshéraði en hefur búið á Akureyri þau ár sem hann var í menntaskólanum þar.

„Ég býð mig fram fyrir Framsókn því ég trúi raunverulega á samvinnuhugsjón hans og miðjuhugsun. Ég vil ekki að íslensk pólitík sé ekki uppmáluð og átök og skotgröfum milli flokka, heldur tel ég það vænlegast horfa í allar áttir með augum skynsemi og rökhyggju, þannig er hægt að ná víðtækri sátt sem er einmitt það sem Ísland þarf í dag.

Mín helstu baráttumál eru mennta- umhverfis- og atvinnumál.

Ég tel að það þurfi virkilega að endurhugsa menntamál á Íslandi og þá sérstaklega hvað háskóla menntun varðar. Þá hef talað fyrir því að líta til nágrana okkur á Norðurlöndunum þar sem fjármagni er dælt í menntakerfið til að skapa hvata fyrir ungt fólk að mennta sig í því sem það vill mennta sig í. Það skilar sér alltaf í þjóðfélagið. 

Ég er mikill talsmaður skógræktar á Íslandi, og er það ljóst að það verði að hlusta á spekingana í þeirri grein. Skógrækt á Íslandi getur vel verið sjálfbær og jafnvel arðbær ef rétt er farið að. Tækifærin eru gífurlega mörg og þurfum við að grípa þau.

Einnig tel ég að það þurfi að gera Ísland fullkomlega sjálfbært í orkumálum, og þá er ég að sjálfsögðu að tala um hreina orku! Það er bæði atvinnuskapandi og umhverfisvænt að skoða allar leiðir sem hjálpa okkur í þessum málum.

Fyrir utan allt þetta þykir mér afar mikilvægt að ungt fólk láti í sér heyra í stjórnmálum og sérstaklega á þessum tímum, Hugsjónir ungs fólks í dag gæti orðið að raunveruleika morgundagsins! Jafnrétti gengur í allar áttir, líka til ungra og við þurfum því að láta í okkur heyra.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.