Gullver NS tekur þátt í togararallinu í ár

Hið árlega togararall er hafið og er Gullver NS eitt af fjórum skipum sem taka þátt í ár. Hin eru Breki VE og rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.


Togararallið eða stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum stendur yfir næstu þrjár vikurnar, að því er segir á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunnar. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið.

Verkefnið, sem einnig er nefnt marsrallið, hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helmingur togstöðva var í upphafi staðsettur af skipstjórum, en öðrum stöðvum var dreift um miðin með tilviljunarkenndum hætti.

Helsta markmið er að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið. Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi og mat lagt á magn ýmiskonar rusls á sjávarbotni.

Í togararallinu 2019 hóf Hafrannsóknastofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár er stefnt að merkingum á þorski á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.