Gullver landaði rúmum 100 tonnum

Snemma í morgun kom ísfisktogarinn Gullver NS til löndunar á Seyðisfirði. Skipið var með rúm 108 tonn af blönduðum afla.

Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Þórhall Jónsson skipstjóra sem segir að veðrið hafi verið misjafnt í veiðiferðinni.

“Við vorum fimm daga á veiðum og fengum skítaveður í tvo daga. Veitt var frá Hvalbakshalli og vestur í Skeiðarárdýpi. Fyrir austan var sjórinn kaldur og ekki mikið af fiski þannig að við þurftum að fara vestureftir í hlýrri sjó. Aflinn í túrnum er vel blandaður; þorskur, karfi, ufsi og ýsa,” segir Þórhallur.

Gullver mun halda á ný til veiða síðdegis í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.