Gul viðvörun vegna rigningar
Gul viðvörun gekk í gildi klukkan níu í morgun á Austfjörðum vegna rigningar. Búist er við mikilli úrkomu fram á miðvikudag. Fylgst er með ástandi vegna skriðuhættu.Þetta kemur fram í tilkynningum frá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin gildir sem stendur þar til miðnættis á morgun þótt áfram sé búist við úrkomu á miðvikudag.
Á þessum tíma er reiknað með austan og suðaustan, 3-8 m/s í dag en heldur hvassara á morgun. Þokkalega hlýtt verður í veðri í dag. Síðar er von á að kólni en dragi úr úrkomu.
Á þessum tíma er því gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, yfir 300 mm næstu tvo sólarhringa þar sem mest verður.
Þetta þýðir aukið afrennsli og vatnavexti í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum eða skriðuföllum sem valdi geta tjóni. Álag eykst einnig á fráveitukerfi. Þess vegna er fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Í athugasemd ofanflóðadeildar segir að vatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði sé mjög lág eftir sumarið. Létt rigning síðustu daga þýði hins vegar að efsti hluti jarðvegarins sé ekki alveg þurr. Þess vegna ætti jarðvegurinn að geta tekið vel við mikilli úrkomuákefðin hafi áhrif á hvort vatn nái að hripa niður í jarðveginn þar sem þurr jarðvegur taki verri við mikilli ákefð.
Þar sem enn er nokkuð hlýtt er reiknað með rigningu til fjalla, þótt slydda gætu fallið í efst tindum. Það að mest úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í árfarvegum eykur líkurnar á aurskriðum.
Þótt ekki sé gefin út viðvörun fyrir Austurland að Glettingi eru þar einnig líkur á mikilli úrkomu.
Mesta úrkoma á landinu frá Miðnætti er að Ljósalandi í Fáskrúðsfirði, 26,3 mm. Á bæði Eskifirði og Norðfirði er úrkoman komin í tæpa 20 mm.