Gul viðvörun gefin út fyrir Austurland

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á Austurlandi eftir hádegi í dag og fram eftir morgni.

Mikið suðvestan hvassviðri gengur yfir landið í dag og voru í gær gefnar út gular viðvaranir fyrir öll spásvæði nema Austurland að Glettingi og Austfirði.

Nú upp úr klukkan níu var gefin út viðvörun fyrir Austurland. Hún gengur í gildi klukkan 14:00 og gildir í sólarhring. Á þessum tíma er búist við 15-20 m/s. Ferðaveður er talið varasamt og fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Engin viðvörun er á Austfjörðum en þar er spáð 13-18 m/s þegar líður á daginn.

Veðrið hefur þó ekki enn raskað samgöngum verulega, áætlunarflug til Egilsstaða var á áætlun í morgun.

Ólíkt því sem gerist víða annars staðar þá fylgja hlýindi storminum eystra. Hæsti hiti á landinu í dag var á Egilsstöðum nú klukkan níu, 12,7 gráður og á Seyðisfirði mældust 12,3.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.