Orkumálinn 2024

Grútarmengun í Eskifirði líkast til vegna mannlegra mistaka

Að öllum líkindum má rekja grútarmengun sem vart varð við í Eskifirði á þriðjudagskvöldið til mannlegra mistaka.

Það er mat Hauks Jónssonar, verkstjóra hjá útgerðarfyrirtækinu Eskju, en þegar langir taumar af lýsisgrút sáust víða í fjörum fjarðarins bárust böndin fljótlega að því fyrirtæki.

„Það kom í ljós að það voru menn að störfum í fiskimjölsverksmiðjunni að reyna að losa nokkra stíflaða krana en það gekk eitthvað brösuglega og það náðist ekki að klára áður en þeir hættu svo að vinna síðdegis á þriðjudag. Það var svona skolvatn í tanka og mér finnst líklegt að það hafi bara losnað eftir að þeir fóru af staðnum. Það er svona mín skoðun að þetta gæti hafi verið ástæðan fyrir þessu.“

Haukur sendi hreinsunarflokk af stað um leið og þeir urðu mengunarinnar varir um hádegisbil í gær. Mest var af grút í Mjóeyrarfjöru og tókst að hreinsa það allt síðdegis í gær.

„Við erum búnir að fara aftur þangað í dag og taka stöðuna og þar hefur ekkert bæst við sem betur fer. Það er verktaki á okkar vegum að fara yfir fjörurnar og tekur það sem hægt er að taka með góðu móti en eitthvað er eftir ennþá og spáin á morgun lofar ekki góðu til að halda áfram. En við reynum okkar besta og erum að fylgjast vel með.“

Slóðar af lýsisgrút sáust víða í firðinum snemma í gær og töluverðu skolaði á fjörur. Vel hefur gengið að hreinsa og verður því fram haldið meðan þörf er á. Mynd aðsend.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.