Grindhval rak á land í Stöðvarfirði

Í gær var tilkynnt um að Grindhvalur hafi rekið á land í botni Stöðvarfjarðar. Starfsmenn starfstöðvar Hafrannsóknarstofnunar á Austurlandi fóru í dag að kanna ástand hans og tóku sýni. Hvalurinn var 4 metra langur leit vel út og engin sár eða slíkt var að finna á honum.


Reynt verður að komast að því hvað varð til þess að hann rak á land en gera má ráð fyrir að hvalurinn muni vera á landi næstunni verði hann óáreittur. Náttúran mun sjá um hann þar nema hann fari að valda vandræðum, til dæmis með megnum óþef. Ef það gerist verður hann urðaður eða dreginn út á sjó og sökkt.

Síðastliðinn sólarhring hafa tveir hvalir rekið á land en ásamt hvalsins á Stöðvarfirði var tilkynnt um að hrefna hefði rekið á land á Akranesi í morgun.


Mynd: Starfsmenn starfstöðvar Hafrannsóknarstofnunar á Austurlandi við störf í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.