Gránar í fjöll eystra

Gránað hefur í fjöll á Austurlandi eftir hádegi í dag eins og meðfylgjandi myndir af Gagnheiði sýna. Austfirðingar þurfa samt ekki óttast að sumrinu sé með öllu lokið.


Vegfarandi sem var að koma yfir Fjarðarheiði um klukkan fjögur sagði í samtali við Austurfrétt að þar væri kuldalegt um að litast. Enginn föl væri hins vegar á eða nálægt veginum en hann væri blautur.

Veðurstofan spáir norðvestan 10-20 m/s til morguns og hefur varað við snörpum vindhviðum við fjöll, einkum syðst í fjórðungnum.

Von er að kuldalegt verði fram eftir morgundeginum en þá tekur við betri tíð með blóm í haga. Spáð er sunnan átt og 10-20 stiga hita föstudag, laugardag og sunnudag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.