Góður gangur í gerð ofanflóðamannvirkja

Vinna við ofanflóðamannvirki í Neskaupstað neðan Urðarbotns og Sniðgils ganga vel og muna verða unnið áfram að framkvæmdum á svæðinu á næstu vikum. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að um þessar mundir er unnið að því að koma keilunum upp en þær eru alls 16 talsins.Verið er að sprengja efni í  keilurnar efst á framkvæmdarsvæðinu. Í hverja keilu fara um 1000 rúmmetrar af efni og eru þær eru formaðar með mold sem síðan verða græddar upp með því að sá í þær grasfræjum.

“Á næstu vikum verður vinnu haldið áfram af krafti. Framundan er vinna við þvergarðinn, sem er 370 metra langur. Þar er eftir að hækka garðinn um 6 metra að austanverðu og um 3 metra vestast og þá á  garðurinn eftir að að lengjast um 15 metra í vesturátt. Rúmmál garðsins eins og hann stendur í dag er um 70 þúsund rúmmetrar,” segir á vefsíðunni.

“Þá verður einnig unnið við uppbyggingu á keilum og þvergarði auk bergskeringar í efri keiluröð. Gert er ráð fyrir að vinnu við bergskeringar verði lokið  um mánaðarmótin maí/júní. Einnig verður unnið við Akurlæk sem mun verða að mestu leyti lokaður neðan við göngustíg.  Unnið verður við áframhaldandi uppgræðslu á svæðinu um leið og tíðarfar leyfir.”

Mynd: fjarðabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.