Orkumálinn 2024

Ögmundur: Engir peningar til fyrir göngum

ogmundur_jonasson.jpgÖgmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það illa nauðsyn að fresta nýjum Norðfjarðargöngum á samgönguáætlun því ríkissjóður sé tómur. Hann viðurkennir að ganga sé þörf og hrósar heimamönnum fyrir baráttu sína.

 

Þetta kemur fram í nýjum pistli sem Ögmundur ritar á heimasíðu sína. „Einhverjir segja að ég skuli aldrei voga mér að koma til Austfjarða fyrst ekki verður hafist handa um Norðfjarðargöng á næstu misserum. Stoðar engu að vísað sé í nýja samgönguáætlun þar sem segir að stefnt sé að því að Norðfjarðargöng verði komin í gagnið 2018. Nei, menn skuli hefjast handa strax upp úr galtómum ríkissjóði. Annars, og þar kemur að því vafasama, annars eru stjórnvöldin vísvitandi að stofna lífi fólks í hættu.“

Ögmundur segir að Austfirðingar hafi þó nokkuð til síns máls. „Þeir benda réttilega  á erfiðleikana við að fara Oddsskarðið yfir vetrarmánuði og hve miklar hagsbætur væru í því fólgnar að geta ekið í gegnum fjallið og sleppa þannig við brattar hlíðar og þröng göngin! Efnahagslega væri mikill ávinningur af göngunum, því um Oddsskarð eru talsverðir olíukrefjandi(!) þungaflutningar. Þá megi í raun segja að Fjarðarbyggð - hafi ekki sameinast sem sveitarfélag fyrr en göngin séu komin.

Það er ekki bara skiljanlegt heldur líka lofsvert og gott til þess að vita að fólk berjist fyrir úrbótum og brýnum framfaramálum sem vegabætur óneitanlega eru.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.