Glæpatíðnin er lægst á Austurlandi

Fjöldi hegningarlagabrot á landinu er hlutfallslega lægstur á Austurlandi. Þetta kemur fram í yfirliti frá Ríkislögreglustjóra um fjölda skráðra afbrota á landsvísu hjá lögreglunni fyrir árið 2020.


Í yfirlitinu kemur m.a. fram að á Austurlandi voru framan 102 afbrot á hverja 10.000 íbúa. Er hlutfallið á svipuðum slóðum og það hefur verið frá árinu 2018. Næst á eftir Austurlandi koma Vesturland með 116 afbrot og síðan Norðurland vestra með 131 afbrot.

Þetta hlutfall var langhæst á höfuðborgarsvæðinu eða 424 afbrot sem er svipað og í fyrra. Fram kemur að um 80% af öllum afbrotum á landinu eru skráð í höfuðborginni en næst á eftir koma Suðurnes með 6% af heildinni.

Mest hlutfallsleg fækkun brota milli ára á hvern íbúa var í Vestmannaeyjum (-24,9%), en þar var almennt fækkun í flestum undirflokkum og á Vesturlandi (-21,6%) en þar var mest fækkun á auðgunarbrotum.

Hlutfallslega var mest aukning hegningarlagabrota á hvern íbúa á Norðurlandi vestra (75,8%) en þar er einnig mest aukning á auðgunarbrotum.

Tekið er fram að þess beri að geta að þar sem íbúar eru fáir, þarf tiltölulega fá brot til þess að hækka tölur yfir brot pr. íbúa frekar mikið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.