Orkumálinn 2024

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 12% í ágústmánuði

Gistinóttum á hótelum á Austurlandi fjölgaði um 12% í ágústmánuði samanborið við sama mánuð árið 2018. Mesta fjölgunin á landsvísu var á Suðurnesjum eða 19%. Á einum stað fækkaði gistinóttum og var það á Vesturlandi og Vestfjörðum.

 

 

Athygli vekur að þrónunin sem á sér stað í ágústmánuði er í takti við það sem var að gerast í sumar, bæði hér fyrir austan sem og annarstaðar á landinu. En heildarfjöldi greiddra gistinátta á Íslandi í ágúst dróst saman um 3% milli 2018 og 2019.

Mesta fækkunin var helst í gistinóttum sem miðlað var gegn um Airbnb eða álika síður. Þar var fækkunin 17%.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2% en ef við tökum hótel og gistiheimili saman þá sjáum við fækkun gistinátta um 0,6%. 

Fram kemur á vef hagstofunnar að gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 1.518.000 í ágúst síðastliðnum en um 1.565.000 í sama mánuði í fyrra. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 711.800. 513.400 á hótelum og 198.400 á gistiheimilum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 566.000 og um 240.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.