Gefa ekki út opnunardag hleðslustöðvar

Rafbílaframleiðandinn Tesla áformar enn að opna hraðhleðslustöð á Egilsstöðum fyrir lok árs. Ekki fæst þó uppgefið nákvæmlega hvenær til standi að opna hana.

Fyrirtækið opnað hraðhleðslustöð sína við Staðarskála í dag og að því er fram kemur á vef fyrirtækisins er áformað að opna slíka stöð á Egilsstöðum og Akureyri á árinu 2020.

Even Sandhold Roland, talsmaður Teslu í Noregi og Íslandi, segir fyrirtækið halda áfram uppbyggingu hleðslustöðva sinna hérlendis til að gera rafbílaeigendum gert að ferðast milli helstu bæja og áfangastaða. Fyrirtækið láti hins vegar ekki uppi nánari upplýsingar um uppbyggingu stöðva sinna heldur en birtist á vefnum.

Erindi frá Teslu út af hleðslustöð voru nokkrum sinnum á dagskrá umhverfis- og skipulagsnefndar Fljótsdalshéraðs í byrjun árs. Mál tengt Teslu var síðast rætt í sumar en bókað í trúnaðarmálabók samkvæmt fundargerð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.