Geðlestin að ljúka yfirferðinni um Austurland

„Á morgun verðum við á Seyðisfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði og svo áfram í Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð og þá verðum við búin að fara í alla skólana á Austurlandi,“ segir Grímur Atlason hjá Geðlestinni.

Lestin hefur verið á ferð um í skólum á Þórshöfn og Vopnafirði síðasta sólarhring en nú eru allir skólar heimsóttir sem ekki náðist að fara í þegar hlé varð á förinni vegna Covid. Með Grími í för er Katla Ómarsdóttir og rapparinn Emmsjé Gauti.

Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla og hugmyndin að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar og segir Grímur að mótttökur hafi verið frábærar í öllum skólunum en þeir eru alls orðnir 105 talsins sem heimsóttir hafa verið nú þegar.

„Krakkarnir eru móttækilegir fyrir boðskapnum og við gætum þess að hafa skilaboðin einföld og skiljanleg. Við dreifum upplýsingaefni sem krakkarnir, skólinn og foreldrar geta nýtt sér næstu árin en við gerum ráð fyrir að önnur lest fari af stað að þremur árum liðnum.“

Mynd: Geðlestarteymið á Vopnafirði í gær. Aðeins á eftir að heimsækja fimm skóla á Austurlandi til viðbótar áður en lestin heldur suður í land. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.