Orkumálinn 2024

Gat kom á sjókví Laxa í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi í dag um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í Reyðarfirði.

Í tilkynningu segir að gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit með kvíum á stöðinni og virkjaði fyrirtækið viðbragðsáætlun sína strax og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Laxa var gatið á um 7 m dýpi og reyndist vera um það bil 50x15 cm að stærð. Í þessari tilteknu kví eru um 145.000 laxar með meðalþyngd 2,6 kg.

Laxar lögðu út net í takt við viðbragsáætlun og tilkynntu Matvælastofnun, Fiskistofu og Fjarðarbyggð um atburðinn strax. Netanna verður vitjað í fyrramálið. Starfsmaður Matvælastofnunar er á svæðinu og hefur skoðað viðbrögð fyrirtækisins og hafið rannsókn á málinu.

Fréttin verður uppfærð þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.