Gangalokanir vegna slökkviæfinga næstu tvö kvöld

Lokað verður fyrir umferð um Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng næstu tvö kvöld vegna æfingar slökkviliðs.

Norðfjarðargöng verða lokuð á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember en Fáskrúðsfjarðargöngin á fimmtudag 1. desember. Báðar lokanirnar gilda frá klukkan 20-23.

Hjáleið verður um Vattarnesveg meðan Fáskrúðsfjarðargöngin eru lokuð. Hægt verður að hleypa umferð í gegn, svo sem sjúkrabílum, ef þarf meðan æfingunni stendur.

Mynd: Jens Einarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.