Fyrsti Hjartastartarinn kominn

Fyrsti Hjartastartarinn sem keyptur er vegna söfnunarátaks, var afhentur Íþróttahúsinu í Fellabæ í dag. Það voru Kvenfélagið Dagsbrún í Fellum og Nemendafélag Fellskóla árið 2004 til 2005 sem gáfu peningana sem tækið var keypt fyrir.

studtaeki_fellabae.jpgForsvarsmenn söfnunar sem staðið hefur yfir á Facebook, Heiðar Broddason, Jón Eiður Jónsson og Gísli Birgir Ómarsson segja að samið hafi verið um kaup á fjórum hjartastuðtækjum, sem þér vilja kalla hjartastartara, frá Donnu ehf.  Með því að semja um kaup á fjórum tækjum hafi fengist hagstæðara verð og fyrirtækið Donna gefi svokallaðan kennsluhermi sem nota á til að kenna fólki á tækin.

Nú hafa safnast um 100 þúsund meðal almennings auk þess sem Rafiðnaðarsamband Íslands gaf 250 þúsund til söfnunarinnar í tilefni af Sambandsstjórnarfundi sínum  sem haldinn var á Egilsstöðum. Auk þess sem Kvenfélagið Dagsbrún í Fellum og Nemendafélag Fellaskóla 2004 til 2005 gáfu fé sem dugði til kaupa á fyrsta tækinu sem afhent var íþróttahúsinu í Fellabæ í dag.

Hjartastartararnir fjórir fara í fjölnotahúsin í Fellabæ eins og áður sagði, Brúarási og á Hallormsstað.  Fjórða tækið keypti Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fyrir björgunarsveitarbílinn hjá sér en með því að komast inn í þennan samning fékkst hagstæðara verð, fyrir alla aðila.

Það var Karen Erla Erlingsdóttir Menningar og frístundafulltrúi Fljótsdalshéraðs sem tók við tækinu og afhenti það Hreini Halldórsyni Forstöðumann íþróttamannvirkja á Fljótsdalshéraði en tækið skal vera staðsett í íþróttamannvirkjunum í Fellabæ.  Viðstaddir voru Gunnar Þór Jóhannsson frá Nemendaráði Fellaskóla 2004 til 2005, og frá söfnuninni Gísli Birgir Ómarsson sjúkrabílstjóri og tæknilegur ráðgjafi söfnunarátaksins og Jón Eiður Jónsson sem hefur umsjón með fjármunum söfnunarinnar.

Nú eru liðnir rúmir tveir mánuðir síðan Jónína S. Elíasdóttir hneig niður á þorrablótinu í Brúarási.  Það atvik varð til þess að þessari söfnun var hrundið af stað.  Næsta tæki kemur fljótlega og verður afhent Íþróttahúsinu í Brúarási í næstu viku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.