Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði var haldinn í gær, miðvikudaginn 16 júní. Á fundinum fór fram kjör fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir.

baejarskrifstofur_egilsstodum_3.jpgGunnar Jónsson bæjarfulltrúi og aldursforseti setti fundinn og bauð fundarmenn velkoma. Að því búnu gekk hann til dagskrár og stjórnaði kjöri á forseta bæjarstjórnar . Að þeim dagskrárlið loknum tók Stefán Bogi Sveinsson nýkjörinn forseti bæjarstjórnar við stjórnum fundarins.

Fyrsti varaforseti var kjörin Sigrún Harðardóttir og annar varaforseti Sigrún Blöndal.  Gunnar Jónsson var kjörinn formaður bæjarráðs, auk hans voru kjörin í bæjarráð Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal.

Fundargerð fundarins má sjá HÉR. með því að slá inn númer 120 í reitinn, númer fundar og þá birtist fundargerðin efst í listanum yfir funadargerðir, merkt Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs frá 16.06.2010.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.