Fyrsta smitið staðfest á Austurlandi

Búið er að staðfesta að einstaklingur á Austurlandi hafi greinst smitaður af covid-19 veirunni.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, í samtali við Austurfrétt.

Ekki fást nánari upplýsingar gefnar upp um smitið að svo stöddu. Fundur hófst hjá aðgerðastjórn nú klukkan 13:00.

Þar til í morgun var Austurland eini landshlutinn þar sem ekki hafði komið upp smit, samkvæmt tölum á upplýsingasíðu Almannavarna covid.is

Samkvæmt nýjustu upplýsingum þaðan eru 117 manns í sóttkví á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.