Fyrsta hrognaloðnan á leið til Neskaupstaðar

Beitir NK er á leið til Neskaupstaðar með rúmlega 2000 tonn af hrognaloðnu og er væntanlegur í kvöld. Þar með mun hrognavinnsla hefjast í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að Beitir fékk 1750 tonn á Faxaflóa í gær í þremur köstum. Börkur NK tók síðan eitt rúmlega 400 tonna kast og var afla hans dælt um borð í Beiti.

Gert er ráð fyrir að Börkur veiði í dag og Bjarni Ólafsson AK á morgun en skipulag veiðanna tekur mið af afkastagetu hrognavinnslunnar. Það skiptir mjög miklu máli hvernig gengur að veiða hrognaloðnuna og vinna hrognin en þau eru verðmætasta afurð vertíðarinnar. Móttaka hrognaloðnunnar hefur verið undirbúin að undanförnu og nú er allt klárt, að því er segir á vefsíðunni.

Mynd: SVN/Helgi Freyr Ólafsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.