Fylltist í sýnatöku á klukkutíma

Allir tímar í skimun vegna covid-19 veirunnar á Austurlandi eru uppbókaðir. Um 1000 sýni verða tekin úr Austfirðingum.

Austfirðingar virðast hafa verið áhugasamir um skimunina. Opnað var fyrir tímapantanir klukkan 15:00 í dag og á um klukkustund fylltust allir tímarnir.

Skimunin er unnin í samstarfi Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Íslenskrar erfðagreiningar, en fyrirtækið vinnur að rannsókn að útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.

Því er ljóst að 1000 sýni verða tekin úr Austfirðingum á laugardag og sunnudag, sem er það markmið sem stefnt var að. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Austurlands er að svo stöddu ekki útlit fyrir að fleiri sýni verði tekin á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.