Fullorðinn maður réðist á ungling

Fullorðinn karlmaður réðist á táningspilt á leiksvæði á Egilsstöðum um helgina. Árásin hefur verið kærð til lögreglu.

 

Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá sýslumanninum á Seyðisfirði, sagði í samtali við agl.is að maðurinn hefði sparkað í strákinn. Hann staðfesti að maðurinn hefði verið með hafnaboltakylfu meðferðis en ekki notað hana.

Samkvæmt heimildum agl.is hafði piltinum lent saman við son mannsins sem brást við á þennan hátt.

Í dag var lögð fram formleg kæra í málinu. Lögreglan rannsakar málið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.