Orkumálinn 2024

Frumsýning á Línu Langsokk

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir á morgun 5.nóvember barnaleikritið Línu Langsokk í hátíðarsalnum í Alþýðuskólanum á Eiðum. Karen Ósk Björnsdóttir og leikstjórn er í höndum Jóels Sæmundssonar.


Í nóvember mun Sjónarhóll sem sagt vera á Eiðum. Þar mun Lína vera með apa sinn herra Níels og hestinn. Hún er sjóræningjadóttir sem er prakkari en líka hjartahlý stúlka sem elur sig sjálf upp með harðri hendi. Lína á fulla tösku af gullpeningum og er sterkasta stelpa í heimi.

Þessi fræga og skemmtilega saga eftir Astrid Lindgren lifir í hugum okkar allra. Í fréttatilkynningu segir að sagan hafi orðið til á rúmstokki höfundar 1941 þegar dóttir hennar var lasin og hún stytti henni stundirnar með sögum af rauðhæðum ólátabelgi með freknur og stelpan skýrði hana Pippi, sem varð að Línu á íslensku. Leikfélagið segist vera stolt af því að setja þetta gamalkunna barnaleikrit á svið. 

Eins og fram hefur komið er leikstjórnin í höndum Jóels Sæmundssonar. Tónlistarstjóri er Freyja Kristjánsdóttir og með hlutverk Línu Langsokkur sjálfrar fer Karen Ósk Björnsdóttir. 

 

Mynd tekin af æfingu. Karen Ósk í hlutverki sínu. Mynd frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.