Orkumálinn 2024

„Friðrik bauð best“

„Þetta er skemmtilegur íslenskur siður, við fáum aldrei tertu þegar við löndum í Noregi,” sögðu skipstjórnendurnir á fjölveiðiskipinu Østerbris, þegar þeir lönduðu fyrsta kolmunnaafla landsins í ár á Fáskrúðsfirði í gær.


Norska fjölveiðiskipið Østerbris kom að landi á Fáskrúðsfirði í gær með 2250 tonn af kolmunna, en svo segir á heimasíðu Loðnuvinnslunnar, en Berglind Ósk Agnarsdóttir, náði tali af skipverjum við komuna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér.

Fiskurinn var veiddur í landhelgi Skotlands og að sögn skipstjórans, Tronds Østervold, tók það 36 tíma að ná þessum afla. Við tók svo rúmlega tveggja sólarhringa sigling á Fáskrúðsfjörð.

Terta við löndun
Aðspurðir af hverju skpið kjósi að landa aflanum á Fáksrúðsfirði, segir Trond; „Friðrik (Guðmundsson, framkvæmdastjóri LVF) bauð best. Ég er mjög ánægður með það því það er alltaf svo gott að koma til Fáskrúðsfjarðar, hér er tekið vel á móti okkur og við finnum vel að við erum velkomnir,” sagði Trond, en áhöfnin var meðal annars færð terta um borð við komuna.“

Það hættir enginn
Østerbris er 2800 tonna skip, byggt í Tyrklandi árið 2014. Útgerðin er fjölskyldufyrirtæki og í þessum velheppnaða kolmunnatúr voru við stjórnartaumana bræðurnir Trond Østervold skipstjóri og Cristian Østervold fyrsti stýrimaður. Níu til tíu manns eru um borð í einu og hefur sami mannskapurinn haldist að mestu óbreyttur árum saman. „Það hættir enginn, þetta er góð vinna sem gefur öruggar tekjur og góð frí á milli,” sagði Trond aðspurður um áhöfn sína.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.