Franskir dagar gengu vel - MYNDIR

franskir_dagar_4_web.jpgBæjarhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði gekk vel að sögn þeirra sem Agl.is hefur rætt við. Margt fólk var á ferðinni og skemmtiatriðin fjölbreytt.

Lögreglan lagði sérstaka áherslu á löggæslu í kringum hátíðina. Hún segir allt hafa farið vel fram og ekki mikil afskipti höfð af fólki. Tvær tilkynningar um líkamsárásir bárust en ekki liggur fyrir um kærur.


Einn var stöðvaður aðfaranótt laugardagsins eftir ofsaakstur í Fáskrúðsfirði. Lögreglan hafði elt hann og varð að lokum að keyra utan í bifreið hans til að stöðva ferðina. Viðkomandi er grunaður um ölvun við akstur og má eiga von á ökuleyfissviptingu og mjög háum fjársektum.

Myndir: Austurglugginn/Jón Knútur

franskir_dagar_1_web.jpg

franskir_dagar_2_web.jpg

franskir_dagar_3_web.jpg

franskir_dagar_5_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.