Framsókn og Fjarðalisti ræða saman

Framsóknarflokkur og Fjarðalisti hafa ákveðið að hefja samtal um grundvöll áframhaldandi meirihluta samstarf í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Þetta staðfestir Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokks.

Framboðin mynduðu meirihluta 2018 með sex bæjarfulltrúum, fjórum frá Fjarðalista og tveimur frá Framsóknarflokki. Fjarðalistinn tapaði tveimur í kosningunum á laugardag en Framsókn bætti við sig einum þannig að samanlagt minnkaði meirihlutinn um einn fulltrúa en hélt samt.

„Við ætlum að byrja á að ræða við Fjarðalistann enda hélt meirihlutinn. Við gefum okkur sirka tvo daga í þetta samtal þar sem við metum stöðuna. Síðan verður tekin ákvörðun um framhaldið,“ segir Jón Björn.

Nánar aðspurður segist hann frekar kjósa að tala um samtal heldur en formlegar viðræður um myndun meirihluta á þessum tímapunkti.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk yfir 40% í kosningunum á laugardag og fór úr tveimur fulltrúum í fjóra. Fulltrúar framboðanna þriggja heyrðu hver í öðrum í gær upp á möguleikann á myndun meirihluta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.