Framsókn fékk flest atkvæði á Vopnafirði

Talningu atkvæða er lokið á Vopnafirði. Framsóknarflokkurinn fékk flest atkvæði þar og Félagshyggjufólk næstflest. Þessir tveir listar stóðu saman að framboði seinast og hafa verið með meirihluta.

 

vopnafjordur2010.jpgÚrslit eru sem hér segir:

B listi Framsóknarflokks, 172 atkvæði 37,2% og 3 menn kjörna.
D listi Sjálfstæðisflokks, 59 atkvæði 12,8% og 1 mann kjörinn.
K listi Félagshyggjufólks, 160 atkvæði 34,6% og 2 menn kjörna.
N listi Nýtt afl, 63 atkvæði 13,6% og 1 mann kjörinn.

Í seinustu kosningum fékk listi félagshyggjuflokks, sem einkum var  myndaður var af núverandi B og K listum, 54% atkvæða en N - listi Nýs afls, sem einkum tengdist núverandi N og D lista, 46%

Úrslitin benda því til að meirihlutinn bæti við sig um 16 prósentustigum og manni. Hvort það sé vísir að samstarfi kemur í ljós á næstu dögum.

Hreppsnefndarfulltrúar 2010-2014:

Þórunn Egilsdóttir (B)
Bárður Jónasson (B)
Fjóla Dögg Valsdóttir (B)
Ólafur K. Ármannsson (K)
Sigríður Elfa Konráðsdóttir (K)
Björn Hreinsson (D)
Guðrún Anna Guðnadóttir (N)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.