Framleiðslumet á makríl í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar

Þann 29. ágúst var sett framleiðslumet í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þegar 820 tonn af makríl fóru gegnum húsið á einum sólarhring. 

Unnin voru 370 tonn úr Berki NK og 450 tonn úr Beiti NK. Í fiskiðjuverinu er um þessar mundir unnið allann sólarhringinn á þrískiptum vöktum þar sem 25-26 mans eru á hverri vakt. 

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu segir að flest þurfi að ganga upp til að ná afköstum sem þessum. „Jú, það má segja það. Allur vélbúnaður þarf að vera í toppstandi og engar bilanir, hráefnið þarf að vera fyrsta flokks og síðast en ekki síst frábær mannskapur. Við erum svo heppin að hafa frábært starfsfólk og skipin sem landa hjá okkur koma með hágæðahráefni að landi. Hluti starfsfólksins hefur ekki unnið svona störf áður en það hefur verið fljótt að aðlagast og náð frábærum árangri.“

Makrílvertíðin hefur gengið vel það sem af er og hefur fiskurinn verið sérstaklega stór. „Makríllinn hefur yfirleitt verið stór og fallegur og sannkallað úrvalshráefni. Um tíma voru farmarnir dálítið blandaðir hvað stærð varðar, en stóri fiskurinn er aftur orðinn ráðandi,“ segir Jón Gunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.