Framleiðsla á laxi þrefaldast á skömmum tíma

Framleiðsla á laxi á Austurlandi nærri þrefaldaðist milli áranna 2018 og 2019. Nýjar tölur sýna hraðan vöxt í fiskeldi á svæðinu.

Árið 2018 var framleiðslan eystra 3.741 tonn en 9.674 tonn ári síðar. Í fyrra var hún 10.241 tonn.

Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldisins, upplýsingaveitu sem opnuð var á vef Matvælastofnunar í gær.

Þar er hægt að fara yfir þróun fiskeldis á Austfjörðum tæp 20 ár aftur í tímann. Á árunum 2004-6 voru framleidd um 4000 tonn af laxi á ári að meðaltali en tæp 600 tonn af þorski þegar mest lét.

Ekki löngu síðar var laxeldinu hætt og á árunum 2008-13 er aðeins skráð þorskeldi á svæðinu. Það var komið niður fyrir 100 tonn 2013 og lognaðist út af 2015. Þá var komið af stað eldi á regnbogasilungi sem varð mest um 2.000 tonn árið 2017. Síðan hefur laxinn alfarið tekið við.

Í mælaborðinu má greina tölur um fiskeldi eftir svæðum og tegundum á myndrænan hátt. Þar er einnig hægt að sjá upplýsingar um lífmassa í sjó, afföll og laxalús en þær upplýsingar ná enn sem komið er aðeins nokkra mánuði aftur í tímann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.