Framkvæmdir að hefjast við nýja snjóflóðagarða á Seyðisfirði

Framkvæmdir við nýja snjóflóðavarnargarða hefjast á Seyðisfirði á komandi ári en það er Héraðsverk sem sér um það verk.

Samningar þessa efnis voru undirritaðir þann 10. desember en um tveggja milljarða króna verkefni er að ræða sem skal vera lokið síðla árs 2025.

Fyrsta skrefið verður gerð nýs húsbílastæðis í bænum en svæðið þar sem núverandi stæði stendur fer undir varnargarðana. Ráðgert er að þeim hluta verkefnisins verði lokið fyrir næsta sumar en um sama leyti kemur til landsins fyrsta sendingin af grindarefni í garðana. Í kjölfar þess hefjast menn handa við byggingu svokallaðs Öldugarðs sem verður stærsti varnargarðurinn í þessu verkefni.

Mynd: Tölvugerð mynd af varnargörðunum sem til stendur að reisa á næstu þremur árum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.