Framhaldsuppboði á Eiðum frestað

Ekki varð af framhaldssölu á Eiðum í dag, en framhaldsuppboð á eigninni hafði verið auglýst eins og fram kemur í frétt hér á austurfrett.is frá 29. október.
Lárus Bjarnason, sýslumaður, var hálfnaður á leið sinni til Eiða þegar boð komu frá Landsbankanum, sem var eini uppboðsbeiðandinn, um að bankinn hefði afturkallað beiðnina.

Því er ljóst að núverandi eigandi Eiða, Heimiliskaup ehf., fyrirsvarsmaður Sigurjón Sighvatsson, hefur náð samkomulagi við bankann um kröfuna, sem stendur nú í 185,7 milljónum króna.

Þar sem uppboðsbeiðnin var afturkölluð með svo skömmum fyrirvara mættu um 10 manns á Eiða til að vera viðstaddir uppboðið. Lárus sýslumaður hinkraði á staðnum í dágóða stund til að segja mönnum tíðindin. Veðrið lék við „uppboðsgesti“ og úr varð hinn notalegasti mannfundur, en aldrei söng í hamrinum, eðli málsins samkvæmt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.