Framboðslisti Framsóknarflokksins staðfestur

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í haust. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður frá Fáskrúðsfirði, verður í öðru sætinu.

Listinn var samþykktur á aukakjördæmisþingi kjördæmisfélags flokksins sem haldið var í gegnum fjarfund í gærkvöldi. Tvær vikur eru síðan niðurstöður lágu fyrir úr póstkosningu um sex efstu sætin en stjórn kjördæmissambandsins gerði tillögu um listann að öðru leyti.

Listinn er eftirfarandi:

1. Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri, Akureyri
2. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fáskrúðsfirði
3. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi, Grýtubakkahreppi
4. Helgi Héðinsson, oddviti, Skútustaðahreppi
5. Halldóra Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri
6. Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi, Kelduhverfi
7. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Egilsstöðum
8. Ari Teitsson, lífeyrisþegi, Þingeyjarsveit
9. Brynja Rún Benediktsdóttir, verkefnastjóri, Húsavík
10. Eiður Gísli Guðmundsson, leiðsögumaður, Djúpavogi
11. Íris Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi, Dalvíkurbyggð
12. Sverre Andreas Jakobsson, handboltaþjálfari, Akureyri
13. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri, Fljótsdalshreppi
14. Halldóra Magnúsdóttir, leikskólastarfsmaður, Eyjafjarðarsveit
15. Eggert Stefánsson, bóndi, Þistilfirði
16. Rósa Jónsdóttir, nemi, Fjallabyggð
17. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri, Stöðvarfirði
18. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari, Egilsstöðum
19. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, húsmóðir, Húsavík
20. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, Vopnafirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.