Frá sjávarsíðunni

Fyrsta kolmunnanum á Fáskrúðsfirði á þessu ári var landað í vikunni, einnig hefur borist kolmunni til Norðfjarðar, ásamt loðnu og bolfiski.   Frosinni loðnu var landað á Eskifirði og bolfiski á Seyðisfirði.

a_leid_til_hafnar.jpgÁ mánudaginn lönduðu tveir norskir bátar kolmunna á Fáskrúðsfirði. Það voru skipin Norderveg sem landaði um 1550 tonnum og Libas sem var með um 840 tonn. Þetta er fyrsti kolmunninn sem berst til Loðnuvinnslunnar hf á þessu ári.

Bjartur NK landaði á Norðfirði síðasta þriðjudag um 85 tonnum af fiski, uppistaða aflans er þorskur og ýsa.  Bjartur hélt aftur til veiða á miðvikudag.
Barði Nk er að veiðum og er væntanlegur til löndunar mánudaginn 22. febrúar.       
Börkur NK kom til Norðfjarðar á þriðjudaginn með um 1.200 tonn af loðnu sem fer til vinnslu í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.  Bjarni Ólafsson AK og grænlenska skiptið Erika GR lönduðu um 1.500 tonnum af loðnu um síðustu helgi og fór sá afli einnig til vinnslu.
Norska uppsjávarskipið Strand Senior landaði á þriðjudaginn um 1.700 tonnum af kolmunna hjá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Norðfirði.

Aðalsteinn Jónsson SU 11 landaði 543 tonnum af frosinni loðnu á Eskifirði í gær fimmtudag.

Gullver NS landaði á þriðjudaginn á Seyðisfirði rúmum 100 tonnum af blönduðum afla, ýsu, karfa, þorski og lítilræði af ufsa.  Um hermingur aflans fór til vinnslu á Seyðisfirði, karfinn, hluti af ýsunni og smáræði af stórum þorski var sent á markað erlendis með Norrönu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.