Forsetinn vitnaði í mæður Vilhjálms og Hreins

„Þeir sem komu að undirbúningi og skipulagi Unglingalandsmótsins stóðu sig með miklum sóma og var gaman að sjá hve vel var að öllu staðið,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, en hann var gestur á Unglingalandsmótinu sem haldið var á Egilsstöðum um helgina.

Guðni flutti ávarp sem vakti mikla athygli á setningarathöfn mótsins á föstudagskvöld, en hann fékk frjálsíþróttakonuna Dýrunni Elínu Jósefsdóttur frá UÍA með sér í lið. Guðni lagði út frá og minntist afreka þeirra Vilhjálms Einarssonar þrístökkvara og Hreins Halldórssonar kúluvarpara og fékk Dýrunni til þess að lesa á móti sér svör mæðra þeirra þegar blaðamenn hringdu í þær eftir að synir þeirra unnu sín afrek. Ávarp Guðna í heild sinni má lesa hér.

Ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnum
Veðrið lék við mótsgesti og allt gekk eins vel og best var á kosið. „Fólk á öllum aldri skemmti sér vel og ungmennafélagsandinn, að leyfa öllum að vera með, sveif yfir vötnum en um leið gátu þeir sem það vildu keppt til sigurs og reynt á sig. Þannig á þetta að vera í íþrótta- og tómstundalífi barna og ungmenna,“ segir Guðni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar