Foreldrum á Reyðarfirði hrósað fyrir árvekni

Krabbameinsfélag höfuðborgasvæðisins segir foreldra á Reyðarfirði hafa sýnt árvekni þegar þeir mótmælti að í bænum opnaði ísbúð sem bæri heiti sem vísaði einnig til rafretta. Félagið varar við dulinni markaðssetningu á rafrettum.

Þetta kemur fram í bréfi sem Krabbameinsfélagið hefur sent foreldrafélagi Grunnskólans á Reyðarfirði.

Í bréfinu er lýst yfir ánægju með viðbrögð foreldrafélagsins við nafngiftinni. Viðbrögðin hafi orðið til þess að nafninu hafi verið breytt og hvattir ræða til að ræða markaðssetningu sem beint er að ungu fólki við börn sín. Slík markaðssetning sé bæði lúmsk og hnitmiðuð.

Félagið bendir á að í Bretlandi fyrirfinnist verslun með sama nafni sem selji einmitt sömu vörurnar. Því hafi ekki þurft að horfa víða eftir fyrirmyndinni.

Krabbameinsfélagið segir vinnubrögð foreldrafélagsins til fyrirmyndar og eftirbreytni um aðhalds- og forvarnaraðgerðir gegn óvægnum markaðsöflum.

Versluninni var upphaflega gefið heitið Shake n‘ Vape en nafni ísbúðarinnar var breytt í Garún eftir mótmæli. Eigandi verslunarinnar segir að nafnið hafi ekki verið hugsað til að markaðssetja rafrettur, en bannað er að auglýsa þær samkvæmt íslenskum lögum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar