Fór út af á Öxi

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bifreið hans skautaði út af í neðstu beygjunni af leiðinni niður af Öxi í gær. Þá slapp hjólreiðamaður vel þegar hann varð fyrir bifreið á Háreksstaðaleið í síðustu viku.

Óhappið á Öxi varð um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er vegurinn þar nokkuð laus í sér og varasamur fyrir óvana ökumenn.

Þá var ekið utan í reiðhjólamann á Háreksstaðaleið síðasta föstudag. Sá mun hafa hruflast eitthvað en sloppið vel miðað við atvikið.

Umferðin á Austurlandi hefur gengið stóráfallalaust í sumar. Töluvert er þó um umferðarlagabrot, einkum hraðakstur. Vikan hefur annars verið róleg hjá lögreglunni á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar