Orkumálinn 2024

Flugfélag Austurlands með ferðir í tengslum við Eistnaflug

„Við viljum fara að einbeita okkur enn frekar að markaðnum hérna fyrir austan,” segir Kári Kárason, eigandi og flugrekstrarstjóri Flugfélags Austurlands, en félagið býður upp á ferðir milli Egilsstaða og Neskaupstaðar, sem og útsýnisflug yfir Norðfjörð um Eistaflugshelgina.

Flugfélag Austurlands var stofnað árið 2015 og hlaut flugrekstrarleyfi í vor. Félagið er sem stendur aðeins með eina litla vél sem tekur þrjá farþega. „Við byrjuðum með útsýnisflugi yfir Egilsstaði auk þess sem við fljúgum líka fyrir Náttúrustofu Austurlands. Þá höfum við flogið töluvert með ferðamenn á Hellu og í Skaftafelli. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin, en við fáum töluvert af fyrirspurnum um leiguflug með litla hópa hingað og þangað, jafnvel alla leið til Færeyja. Enn sem komið er býður okkar vélakostur ekki upp á það og því eru næstu skref okkar væntanlega að fá stærri vél til þess að geta boðið upp á breiðari þjónustu,” segir Kári.

Kári er spenntur fyrir því að þjónusta gesti Eistnaflugs, en hátíðin fer fram helgina 10.-13. júlí. „Við erum ekki nema korter að fljúga á milli Egilsstaða og Norðfjarðar. Útsýnisflugið verður á mjög góðu verði, mun ódýrara en gerist og gengur í þessum bransa,” segir Kári, en korters flug kostar 12.000 krónur á mann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.