Fljótsdalshreppur tekjuhæsta sveitarfélag landsins

fljotsdalur_sudurdalur.jpgFljótsdalshreppur er tekjuhæsta sveitarfélag landsins miðað við íbúafjölda. Fjarðabyggð trónir á toppnum þegar litið er til stærri sveitarfélaga landins.

 

Þetta kemur fram í úttekt Fréttablaðsins í dag. Meðaltekjur á íbúa í Fljótsdalshreppi, þar sem búa 89 manns, eru 1.424.511 krónur.

Fréttablaðið skiptir sveitarfélögum landsins í tvo flokka, með fleiri en 650 íbúa og færri en 650 íbúa. Fjarðabyggð er tekjuhæsta sveitarfélag landsins miðað við fjölmennari sveitarfélögin. Þar eru skráðir 4.637 íbúar og meðaltekjur á hvern þeirra 537.150 krónur. Garðabær og Sandgerði koma þar skammt á eftir.

Seyðisfjarðarkaupstaður er níundi á listanum. Þar eru meðaltekjurnar 466.809 á hvern þeirra 706 sem þar búa.

Í Fljótsdalshreppi munar miklu um fasteignagjöld Kárahnjúkavirkjunar en sveitarfélagið hýsir stöðvarhúsið. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðbyggðar, bendir á álverið, sterk sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Útsvarstekjur á mann séu einnig góðar. Jón Björn Hákonarson, forseti æbjarstjórnar, segir góðar tekjur hjálpa til við þungan rekstur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.