Fljótsdalur: Hlutkesti réði síðasta sætinu

Varpa þurfti hlutkesti til að fá skorið úr um síðasta sæti aðalmanns í sveitarstjórn Fljótsdalshrepps. Tveir nýliðar eru í sveitarstjórninni.

Í Fljótsdal er óhlutbundin kosning sem þýðir að kjósendur skrifa nöfn fimm aðalmanna og allt að fimm varamanna á blað. Allir íbúar eru í kjöri en hægt er að biðjast undan kjöri jafn lengi og fólk hefur setið.

Að þessu sinni kusu Gunnþórunn Ingólfsdóttir og Eiríkur Kjerúlf að nýta þann rétt til að hætta.

Svo fór að Anna Jóna Árnmarsdóttir og Urður Gunnarsdóttir urðu jafnar í fimmta sæti með 18 atkvæði hvor. Kjörstjórn fékk óháðan aðila til að draga á milli þeirra og þar varð Anna Jóna hlutskörpust.

Talning atkvæða tók óvenju langan tíma en úrslit voru staðfest um klukkan hálf tólf í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn tók afstemming við talninguna nokkurn tíma, ekki að úrskurða hafi þurft um stór vafaatriði.

Á kjörskrá voru 85. 58 greiddu atkvæði á kjörstað en þrír utan hans. Alls kaus 61 kjósandi sem gerir kjörsóknina 71,76%.

Úrslit voru sem hér segir:

Aðalmenn
Jóhann Frímann Þórhallsson, 50 atkvæði
Lárus Heiðarsson, 35 atkvæði.
Kjartan Benediktsson, 32 atkvæði
Halla Auðunardóttir, 27 atkvæði
Anna Jóna Árnmarsdóttir, 18 atkvæði

Varamenn:
1. Urður Gunnarsdóttir, 18 atkvæði í 1. – 5. sæti.
2. Guðni Jónsson, 18 atkvæði í 1. - 7. Sæti.
3. Sólrún Júlía Hjartardóttir Kjerúlf, 18 atkvæði í 1. – 8. sæti.
4. Gunnar Gunnarsson, 17 atkvæði í 1. – 9. sæti
5. Þórhallur Jóhannsson, 18 atkvæði 1. – 10 . sæti

Ógildir seðlar: 1
Auðir seðlar: 2

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.