Fljótsdalshérað: Héraðslistinn stærstur

Héraðslistinn og Sjálfstæðisflokkur fá þrjá menn hvort framboð í næstu bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Öll framboðin fjögur koma að manni.


Á kjörskrá voru 2559, atkvæði greiddu 1834 eða 71,7%. Kjörsókn er tveimur prósentustigum betri en í síðustu kosningum.

Atkvæði skiptast þannig:
Framsóknarflokkur 452 atkvæði eða 25,6% og tveir fulltrúar.
Sjálfstæðisflokkur 472 atkvæði eða 26,7% og þrír fulltrúar.
Héraðslisti 544 atkvæði eða 30,1% og þrír fulltrúar
Miðflokkur 301 atkvæði eða 17,2% og einn fulltrúi.

Auðir seðlar og ógildir: 65

Héraðslistinn bætir við sig tíu prósentustiga fylgi og einum fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 4,5 prósentustigum og bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum og einum bæjarfulltrúa. Miðflokkurinn kemur nýr inn og fær einn fulltrúa. Framsóknarflokk og Miðflokk vantar sjö atkvæði hvorn til að koma að sínum næstu fulltrúum á kostnað þriðja manns Sjálfstæðisflokks.

Það flækir hins vegar samanburðinn að Á-listinn, sem fékk rúm 26% síðast býður ekki fram nú né E-listi sem fékk 3%.

Sjálfstæðisflokkur, Héraðslisti og Á-listi mynda meirihluta í dag. Sjálfstæðisflokkur og Héraðslisti gætu haldið sínu samstarfi áfram miðað við þessar tölur.

Bæjarfulltrúar

Framsóknarflokkur
Stefán Bogi Sveinsson
Gunnhildur Ingvarsdóttir

Sjálfstæðisflokkur
Anna Alexandersdóttir
Gunnar Jónsson
Berglind Harpa Svavarsdóttir

Héraðslisti
Steinar Ingi Þorsteinsson
Kristjana Sigurðardóttir
Björg Björnsdóttir

Miðflokkur
Hannes Karl Hilmarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.