Orkumálinn 2024

Fljótsdælingar vilja byggja í Hamborg

„Þessar tafir eru bara farnar að hafa mikil áhrif því það er sár skortur á húsnæði hér í hreppnum og þess vegna fórum við að leita hófa annars staðar,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi.

Fyrir nokkru síðan var ákveðið að koma á fót litlum byggðakjarna í Fljótsdal enda húsnæðisskortur farin að hafa neikvæð áhrif á margt innan hreppsins. Sérstakur starfshópur fór yfir hugsanlega staðsetningu slíkrar byggðar og leist mönnum vænlegast á land að Hjarðarbóli.

„Það mál flæktist svo töluvert þegar landadeilur komu þar upp fyrir nokkru og tengist okkur í raun ekki beint en þar eru óleystar og því fórum við að skoða aðra möguleika sem einnig höfðu komið til greina hjá starfshópnum. Þar var Hamborg ofarlega á blaði og nú erum við í viðræðum um hvort það gangi eftir.“

Helgi ítrekar að málið sé í byrjunarstöðu en land Hamborgar henti einnig mjög vel undir litla byggð og sé á fallegum stað.

„Þetta er óvenju fallegur staður ekki langt frá Skriðuklaustri og við vonum að viðræðurnar gangi vel því þörfin er brýn að hefja framkvæmdir. Ég held ég geti fullyrt að ef ekki hefði neitt komið upp varðandi Hjarðarbólslandið þá væri þar þegar risin byggð.“

Loftmynd tekin af Skarphéðni G. Þórissyni vegna staðarvalskönnunar Fljótsdælinga en sú könnun var kynnt 2020.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.