Flest umferðarslys í ágústmánuði

Alls níu umferðarslys urðu austanlands í ágústmánuði með þeim afleiðingum að ellefu einstaklingar þurftu á læknisaðstoð að halda.

Þetta kemur fram í tölfræði Lögreglunnar á Austurlandi en ágústmánuður er þannig versti slysamánuður ársins hingað til í fjórðungnum. Athygli vekur að sunnudagurinn 7. ágúst reyndist sérstaklega slæmur en þann dag urðu þrjú slysanna í mánuðinum.

Alls hafa því orðið 32 umferðarslys á Austurlandi frá áramótum fram til september sem er töluverð fjölgun frá fyrra ári þegar þau voru tuttugu á sama tímabili.

Góðu heilli reyndust fá slysanna í ágúst mjög alvarleg. Aðeins í einu tilviki voru áverkar það alvarlegir að senda þurfti viðkomandi suður til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Tveir aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupstað en aðrir slösuðust aðeins lítillega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.