Orkumálinn 2024

Flekinn hefur færst um 4,5 sm

Hreyfing á jarðvegsfleka utan við Búðará á Seyðisfirði hefur mælst 4,5 sentímetrar síðan hann byrjaði að hreyfast á laugardag.

Þetta þýðir að flekinn hefur haldið áfram að skríða í dag. Miðað við tölurnar hefur hann hreyfst um 1 sentímetra í dag. Mikil rigning er á Seyðisfirði og mældist tæpir 30 mm á fimmta tímanum í dag.

Vonast er til að úrkoman gangi niður eftir kvöldmat og þurrt verði orðið um miðnætti. Spáð er þurru á morgun en lítilsháttar úrkomu á laugardag. Veðurstofa Íslands fylgist vel með mælum sem sýna jarðvegshreyfingar í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar.

Til þessa hafa aðeins mælst hreyfingar á tveimur mælum sem staðsettir eru á umræddum fleka. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst, þar með talið ekki heldur á stórum fleka við Stöðvarlæk.

Á mánudag voru hús næst Búðará rýmd. Íbúar þar fengu ekki að fara í hús sín í dag vegna rigningarinnar. Öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið er bönnuð.

Íbúarnir fá ekki að fara heim til sín fyrr en eftir helgi vegna úrkomuspár. Þar til rýmingu verður aflétt er félagsheimilið Herðubreið opnið frá 14-16. Fulltrúar Rauða krossins, sveitarfélagsins Múlaþings og lögreglu eru þar til viðtals. Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins, 1717.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.