Fleiri smit greinast frá LungA

Farsóttarnefnd Landspítalans mælist til þess að þeir starfsmenn spítalans sem sóttu LungA hátíðina á Seyðisfirði fari sem fyrst í skimun. Ástæðan er að COVID smit eru að greinast í þessum hópi.

Eins og fram hefur komið í fréttum fyrr í vikunni greindust tveir af gestum LungA hátíðarinnar með COVID. Nú er ljóst að smitin voru fleiri.

„Farsóttanefnd mælist til þess að þeir starfsmenn Landspítala sem sóttu hátíðina LungA á Seyðisfirði um síðustu helgi eða hafa tengsl við fólk sem var þar, fari í skimun vegna COVID-19 sem fyrst,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Landspítalans.

„Smit eru að greinast hjá fleirum úr þessu hópi og mikilvægt að ná utan um dreifinguna sem allra fyrst.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.