Fjárhagsstaða Seyðisfjarðar rædd á íbúafund í kvöld

seydisfjordur.jpgFjárhagsstaða Seyðisfjarðar verður rædd á íbúafundi sem bæjarstjórn kaupstaðarins hefur boðað til í kvöld. Úttektir um stöðuna verða kynntar á fundinum. Skuldir sveitarfélagsins nema 1,4 milljarði króna.

 

Frummælendur á fundinum eru tveir. Fyrstur er Sigurður Álfgeir Sigurðsson, endurskoðandi, sem kynnir rekstur og fjárhagsstöðuna eins og hún birtist í ársreikningi ársins 2010. Næstur er Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur sem kynnir úttekt á stöðu, rekstri, skipulagi og starfsemi kaupstaðarins.

Í tilkynningu bæjarstjóra segir að niðurstaða ársreikning seinasta árs hafi verið mun lakari en ráð var fyrir gert og skuldastaðan erfið. „Skuldir eru um 1,4 miljarðar sem er mjög mikið með tilliti til tekna."

Fundurinn verður í bíósal Herðubreiðar og hefst klukkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.