Fjórir dagar án smits

Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðastliðna fjóra sólarhringa. Áfram fækkar þeim sem eru í sóttkví á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.

Eftir sem áður eru sjö í einangrun vegna smits, allir á Fljótsdalshéraði.

Í sóttkví eru 76, fimm færri en í gær. Þeir voru yfir 200 um miðja vikuna, en fækkaði hratt því um var að ræða fólk sem hafði komið heim eftir dvöl erlendis.

Í gær og í dag hefur staðið yfir skimun fyrir veirunni á svæðinu. Að sögn hefur hún gengið vel. Vonskuveður var á svæðinu í morgun en þeim sem ekki komust vegna ófærðar var boðið að færa tíma sína.

Sýni hafa verið tekin á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Hluti þeirra hafur þegar verið sendur suður til Reykjavíkur til greiningar. Fyrstu niðurstaðna er að vænta á morgun og verða kynntar þá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.