Fjölskyldufyrirtæki kaupir hlut í austfirsku laxeldi

Norska laxeldisfyrirtækið Måsöval sem keypt hefur meirihlutann í Fiskeldi Austfjarða er fjölskyldufyrirtæki frá Þrændalögum, nánar tilekið eyjunni Fröya. Sonurinn, og forstjórinn, Lars Måsöval er aðeins rúmlega fertugur að aldri og hefur unnið alla sína tíð í fiskeldi.

Það var hinsvegar afi Lars sem stofnaði fyrirtækið og í dag þykir það meðlastórt á innlendan mælikvarða með framleiðslu upp á um 17.000 tonn af laxi árlega.

Måsöval fjárfesti fyrir um 2 milljarða kr. í Löxum fiskeldi árið 2017 og hefur síðan unnið við að byggja það upp. Á sama tíma flutti Lars með fjölskyldu sína til Íslands. Um var að ræða eiginkonuna Tone sem vann líka hjá Måsøval, þ.e. í sölu- og flutningadeild fyrirtækisins. Dóttirin Synne kom einnig með og var skráð í nám í Alþjóðaskólanum í Sjálandsskóla í Garðabæ.

Í viðtali við Lars í Fiskeldisblaðinu fyrir þremur árum síðan kom fram hjá honum að þá hafi fjölskyldunni oft verið hugsað til Íslands síðustu fimm til sex árin. Og loks látið slag standa þegar fjárfestingin í Löxum var í boði 2017.

Lars hljómar mjög metnaðarfullur en hann taldi í viðtalinu að hægt sé að koma upp 50 til 70 þúsund tonna laxeldi á Austfjörðum.

Mynd: Youtube.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.