Orkumálinn 2024

Fjögur handtekin fyrir að rækta kannabis

Fjórir einstaklingar voru handteknir í gær þegar lögregla stöðvaði kannabisræktun í Fellabæ og á Breiðdalsvík.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að tveir karlar og tvær konur hafi verið handtekin í þágu rannsóknarinnar sem sé enn í gangi.

Ekki er ljóst nákvæmlega hversu mikið magn efna var haldlagt en það hafi verið töluvert. Að auki var lagt hald á tæki sem tengjast framleiðslunni, fjármuni, gróðurlampa og búnað.

Farið var í fleiri húsleitir sem tengjast málunum í sameiginlegri aðgerð lögreglunnar á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.