Orkumálinn 2024

Fjölsótt ráðstefna hjá Þekkingarneti Austurlands á Reyðarfirði

Fjölmenni sótti ráðstefnu Þekkingarnets Austurlands sem haldin var á Reyðarfirði á dögunum.  Markmið ráðstefnunnar var að kynna niðurstöður Net-University verkefnisins, sem er Leonardo þekkingaryfirfærsluverkefni. 
  tekkingarnet_logo.gifMilli 65 og 70 manns sóttu alþjóðlegu ráðstefnuna „Þekkingarnet Íslands,
draumurinn um sjálfbært þekkingarsamfélag“ sem haldin var á Reyðarfirði þann
23. mars síðastliðinn.  Ráðstefnan átti að hefjast klukkan 09:30  um morguninn, en vegna
veðurs þá þurfti að fresta henni til hádegis.  Jafnframt var opnað
fyrir myndfundabúnað sem tengdist víða um land til að auðvelda þeim þátttöku sem ekki
komust yfir land og heiðar vegna veðurs.

Farið var yfir það hvernig auka mætti og samræma námsframboð í dreifnámi, þróa nám frá landsbyggðinni, efla
símenntun eða byggja upp aðgengilegt og opið menntaumhverfi með það að markmiði að mæta þörfum nemenda og tryggja jafnrétti til náms óháð búsetu og félagslegri stöðu.

Hér má sjá frétt Þekkingarnetsins af ráðstefnunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.