Fjarðalistinn og Framsókn láta reyna á viðræður

Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn sem bauð fram með liðsstyrk óháðra ætla að láta reyna á myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Þetta staðfestir Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, í samtali við Austurfrétt.

„Við ræddum við hin framboðin aftur í gær og niðurstaðan að því loknu var ákveðið að láta reyna á viðræður við Framsókn,“ segir Eydís. Niðurstöður fundanna í gær voru kynntar fyrir lykilfólki Fjarðalistans í morgun þar sem tekin var ákvörðun um næstu skref. Fyrirhugað er að fulltrúar listanna tveggja hittist síðar í dag.

Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu síðast meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árin 2002-2010, en árið 2006 sameinaðist það Austurbyggð undir merkjum Fjarðabyggðar. Framsóknarflokkurinn hefur síðan verið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum en sá meirihluti féll í kosningunum um síðustu helgi. Fjarðalistinn fékk þar fjóra fulltrúa og komst þar með í lykilstöðu við myndun meirihluta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.